TÍMARNIR

   TÍMARNIR

   WOD

   Wod er alhliða styrktar-og úthaldsþjálfun sem byggist upp á stöðugt breytilegum æfingum. Æfingakerfið miðar af því að undirbúa iðkendur að takast á við líkamlegar áskoranir að hvaða tagi sem er án þess að sérhæfa sig í neinni grein. Þyngdir og álag er skalað niður en uppbygging æfingar er ekki breytt svo öllum er kleift að taka þátt óháð reynslu. Ekki er krafa um að hafa lokið grunnámskeiði til að mæta í tímana.
   IMG_4926

   ÚTHALD

   Í úthaldstímum er lögð áhersla á bæði styrktar- og úthaldsæfingar. Notast er við meðal annars ketilbjöllur, handlóð, bolta, sippubönd, róðravélar og hjól í tímum. Bæði er notast við æfingar með þyngdum og líkamsþyngd. Áhersla er á neðri hluta líkamans á mánudögum og fimmtudögum, efri hluta á þriðjudögum og föstudögum en þol og kvið á miðvikudögum.
   TÍMARNIR

   OLY

   Í þessum tímum eru kenndar ólimpískar lyftingar og tækniæfingar tengdar þeim. Góður tími fyrir þá sem vilja læra hreyfingar eða þá sem vilja fínpússa þessar hreyfingar.
   TÍMARNIR

   STYRKUR

   Í þessum tímum er áhersla lögð á fjölbreytta styrktarþjálfun. Tímarnir eru byggðir upp á vel skipulögðu æfingaprógrammi sem skilar árangri. Tímarnir henta öllum, bæði þeim sem vilja bæta styrk og einnig þeim sem vilja byrja rólega og læra að beita sér rétt. Markmið þessa tíma er að læra betri líkamsbeitingu og stuðla að langlífi Rólegir og þægilegir tímar fyrir alla aldurshópa.
   TÍMARNIR

   BUTTLIFT

   Buttlift eru tímar þar sem áhersla er lögð á neðri hluta líkamans. Æfingarnar eru framkvæmdar bæði með þyngdum og líkamsþyngd en einnig eru miniteygjur notaðar fyrir alls konar rassæfingar. Þetta eru því mjög fjölbreyttir tímar, bæði keyrsla og hraði en líka rólegri æfingar á dýnu. Allir geta mætt í tímana og aðlagað æfingarnar að sér og henta bæði konum og körlum.