SPURT OG SVARAÐ

HVERNIG GERIST ÉG MEÐLIMUR Í NORÐUR

1
1. Ferð á nordurak.is og velur þér áskrift 2. Klárar skráningu á Sportabler 3. Gerist meðlimur á facebook síðunni norður meðlimir 4. Skráir þig í tíma í appinu (wodify Athlite) 5. Mætir og hefur gaman með okkur :) Ekki hika við að hringja ef þið lendið í vandræðurm í síma 895-1010

SPORTABLER V.S WODIFY

1
Núna á næstu dögum hættum við að nota Wodify og færast þá allar tímaskráningar í Sportabler og þið fáið nýtt app til að nota. Á meðan notum við þessi tvö kerfi

SIGN IN Í TÍMANN

1
Þegar þú mætir í hús ferðu í appið og gerir sign in til að staðfesta að þú sért komin/n :)

OPEN GYM

1
Open Gym er fyrir meðlimi með áskrift í Norður en til að geta notað Open Gym þarf að kaupa aðgangskort sem kostar 5000.- bara einu sinni og gildir á meðan áskriftin er gild. Kortin eru seld í afgreiðsu í Tryggvabraut 3. hæð og er best að senda okkur línu á facebook til að það sé örugglega einhver á staðnum til að búa kortið til :) Open Gym er opið þegar engin tími er í sölunum (tímatafla sést hér á siðunni undir tímatafla)

ÁSKRIFT

1
Áskrift í Norður virkar þannig að þú kaupir áskrift á nordurak.is og hefur aðgang að öllum opnum tímum í timatöflu sem þú sérð í wodify. 3. mánaðar uppsagnarfrestur er á öllum áskriftum.

SPORTABLER

1
Sportabler er eins og er eingöngu greiðslusíða og samskiptasíða fyrir áskrifendur en fljótlega færist öll skráning í tímana þangað inn og wodify dettur út. Allir sem eru á námskeiðum eru alfarið komnir inn í Sportabler en þurfa samt sem áður að hafa wodify til að skrá sig í aðra tíma.

SJOPPAN

1
Sjoppan er staðsett í móttöku á 3. hæð í Tryggvabraut og í forstofu í Njarðarnesi. Þar er hægt að versla sér hitt og þetta og er allt í sjálfsafgreiðslu. Skanna þarf qr kóða sem er á veggnum í sjoppunni og greiða með Aur, Netgíró eða í posa sem er á borðinu. Myndavélar eru á báðum stöðum. Ef það er eitthvað sem þið viljið hafa í sjoppuni sem ekki er til endilega sendið okkur á nordurak@nordurak.is.

GRUNNÁMSKEIÐ

1
Við ætlumst ekki til að fólk hafi lokið grunnámskeiði til að æfa hjá okkur. Tímarnir eru fámennir til þess að allir hafa góðan aðgang að þjálfara og þjálfari geti aðstoðað þá sem þurfa leiðbeiningar. Við mælum með að nýliðar byrji á því að fara í Styrk og Úthald áður en farið er í Wod tímana. Einnig erum við með námskeið sem heitir Norður Start sem er 4. vikna námskeið sem byrja í byrjum hvers mánaðar þar sem farið er yfir helstu atriði og gott til að kynnast stöðinni.

TÆKNILEG AÐSTOÐ

1
Ef einhverjum vantar aðstoð við Sportabler eða Wodify endilega ekki hika við að senda okkur línu á nordurak@nordurak.is og við aðstoðum ykkur :)

APP VIRKAR EKKI

1
Ef Wodify virkar ekki er gott að eyða því og setja upp aftur. Einnig ef þið eruð í vandræðum með að skrá ykkur inn er gott að láta símann ekki fylla inn notendanafn og lykilorð heldur skrifa það sjálf inn því síminn á það til að setja bil á undan eða eftir og þá virkar ekkert :) Ef ekkert virkar sendið línu á nordurak@nordurak.is og við aðstoðum ykkur við að laga þetta.

ÚTIHURÐIR

1
Útihurð í Njarðarnesi er opin frá kl 05:30 - 20:00 alla virka daga en 08:00 - 14:00 á laugardögum. Til að komast inn á öðrum tímum í Njarðarnesi þarf að hafa aðgangskort sem fæst í móttöku í Tryggvabraut 22. Salur 1 í Tryggvabraut er alltaf læstur.

KVITTANIR

1
Hægt er að fá senda kvittun á pdf skjali fyrir greiðslum á Sportabler.

AÐGANGSKORT VIRKAR EKKI

1
Ef kortið virkar ekki er best að prufa að halda því við skannan ( ekki við innihurðina ) í nokkrar sek þar til skannin verður grænn ef þetta virkar ekki hafið samband á nordurak@nordurak.is

PRUFUTÍMI

1
Allir sem vilja er velkomið að koma og prufa tíma hjá okkur, það er bara að senda okkur á facebook eða á nordurak@nordurak.is Meðlimir geta einnig tekið með sér gest í prufutíma (nóg að láta þjálfara vita og gestur notar sama kassa og meðlimur)

FRYSTA ÁSKRIFT

1
Við frystum áskriftir fyrir þá sem meiðast, senda þarf útskýringu á nordurak@nordurak.is til að klára þau mál. Einnig frystum við kort hjá þeim meðlimum sem vilja fara á námskeið á meðan námskeiði stendur.

UPPSAGNARFRESTUR

1
Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir á öllum áskriftum og gildir frá og með næstu mánaðarmótum sem uppsögn berst. T.d ef sagt er upp 15. ágúst er uppsagnarfrestur sept, okt og nóv og gildir þá kortið til 1. des .