STARFSFÓLK

      HELGA SIGRÚN

      EIGANDI / FRAMKVÆMDASTJÓRI

      Helga er ÍAK einkaþjálfari og lýðheilsufræðingur. Gömul fótboltastelpa og áhuga hlaupari. Hún hefur einbeitt sér að hópþjálfun síðustu ár og hefur mikinn metnað fyrir því að aðstoða fólk að ná markmiðum sínum.


      BJÖRK ÓÐINSDÓTTIR

      EIGANDI/ MARKAÐSSTJÓRI

      Björk hefur langan íþróttaferil að baki sér í fimleikum, ólympískum lyftingum og Crossfit. Björk hefur keppt fyrir Íslandshönd á stórmótum um allan heim og þar á meðal unnið tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á Evrópuleikum, einnig keppt tvisvar á heimsleikum í Crossfit..

      En hennar stærsta áhugamál hefur alltaf verið þjálfunin. Fyrst sem fimleika þjálfari hja bæði Fimleikafélagi Akureyrar og Gerplu í um 10 ár og svo sem Crossfit þjálfari í Svíþjóð. Þjálfaði einnig í teymi Crossfit HQ fimleika námskeið um allan heim og gerði einnig fimleika þjálfaranamskeið fyrir Eleiko Education.


      ERLINGUR ÖRN ÓÐINSSON

      EIGANDI / REKSTRASTJÓRI

      Erlingur hefur lengst af starfað í veitingageiranum en starfar nú sem fagurkeri Norður og sér um að stöðin líti vel út og það sé heimilislegt og fallegt hjá okkur, hefur einnig umsjón með daglegum reksti og tölvumálum.

      Aron Orri

      ÞJÁLFARI

      Aron Orri er 19 ára, fæddur og uppalinn á Akureyri. Hann hefur lokið stúdentsprófi á íþrótta- og lýðheilsubraut úr VMA. Hann hefur alltaf verið á fullu í íþróttum, æfði fótbolta í 9 ár og 12 ár í handbolta (hefur þjálfað yngriflokka í báðum íþróttum). Hefur reglulega verið að lyfta samhliða því. Hætti í handbolta aðallega vegna meiðsla og hafði alltaf hugsað sér að fara í Crossfit, eftir fyrsta tímann sinn í Crossfit fann hann að þetta væri það sem hann ætlar að verða all-in í. Hefur gríðarlegan áhuga á alhliða hreyfingu og heilbrigði. Hann er mikil félagsvera og elskar að gefa af sér, hjálpa fólki og sjá bætingar


      JELENA JURKOVIC

      ÞJÁLFARI

      Jelena er lærður leikskólakennari og einning með margakonar þjálfara menntun. 10 ára reynslu á því að þjálfa Pilates, Yoga, spinning og konur á meðgöngu og eftir barnsburð. Hún elskar að læra nýja hluti og hjálpa fólki að finna gott jafnvægi með heil hug að góðri heilsu.


      TRYGGVI ÞÓR LOGASON

      ÞJÁLFARI

      25 ára, fæddur og uppalinn á Akureyri en mest verið búsettur í Danmörku síðustu ár vegna náms. Hef verið hugfanginn af íþróttum allt mitt líf og þá helst fótbolta sem hann hefur spilaði frá 5 ára aldri. Byrjaði fyrst í Crossfit 2013, sem auka æfingar fyrir fótboltann, en fljótlega var Crossfit búið að ná allri hans athygli.


      Tinna Sif Sigurðardóttir

      ÞJÁLFARI

      Tinna Sif er fædd og uppalin á Akureyri. Hún er leiðsögukona með BA gráðu í ferðamálafræði og diplóma í viðburðastjórnun. Hún byrjaði í Crossfit í kringum tvítugsaldurinn og stundaði það ásamt fjallgöngum um nokkurra ára skeið. Á ferðalögum sínum um heiminn prófaði hún ýmis konar hreyfingu sem hún fór svo að blanda við sína iðkun og síðar meir kennslu t.d. handstöður, jóga, dans, acro jóga og primal movement. Síðustu ár hefur hún kennt ýmis námskeið hér á landi sem og erlendis í handstöðum, jóga og acro jóga ásamt því að starfa í ferðaþjónustu og landvörslu.


      FJÓLA SIGURÐARDÓTTIR

      ÞJÁLFARI

      25 ára úr stórborginni með BA gráðu í sálfræði, starfa sem kennari í Naustaskóli og stefni á framhaldsnám í sálrænum áföllum og ofbeldi í haust. Æfði fótbolta í 13 ár og þurfti að hætta vegna meiðsla. Ætlaði aldrei byrja í crossfit en þrjóskaðist til að byrja 2019 og hef ekki séð ekki eftir einn æfingu síðan. Hef mikinn áhuga á andlegri og líkamlegri þjálfun.


      Ingibjörg Ragna Malmquist

      ÞJÁLFARI

      Tveggja barna móðir og eiginkona. Sálfræðingur á Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Æfði sund sem barn og unglingur og byrjaði þjálfaraferilinn sem aðstoðarþjálfari í Dillusundi. Hefur þjálfað CrossFit í rúm 10 ár. .


      Karen Ósk Jónsdóttir

      ÞJÁLFARI

      Hún er 26 ára mamma í sjúkraliðanámi🩺 Er menntaður einkaþjálfari frá WorldClass 🏋🏼‍♀️ Ketilbjölluþjálfari 🛎️ Happy hips þjálfari, bandvefslosun🤸🏻‍♀️ Mömmu og meðgönguþjálfari🤰 Og rúmlega 3 ára reynsla af allskonar þjálfun💪🏼 “Höldum áfram að æfa saman og gera það vel, hafa hátt og svitna mikið💦 Þið finnið mig í heita salnum í Tryggvabraut!” .


      Elenóra Mist Jónsdóttir

      ÞJÁLFARI

      Elenóra er 18 ára og er að útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri í vor. Hún hef æft fimleika frá því hún var 5 ára en er nýhætt og er að færa sig yfir yfir í crossfit sem hún æfði samhliða fimleikunum á sumrin. Elenóra hefur mjög gaman af allri útivist og hreyfingu og elskar að vinna með krökkum. .


      BJARKI KRISTJÁNSSON

      ÞJÁLFARI

      Bjarki er 30 ára, fæddur á Akureyri. 2ja barna faðir og í sambandi. Alltaf elskað íþróttir og þá sérstaklega fótbolta. Spilaði með Þór upp yngri flokka. Stundað Crossfit frá 2015 og þjálfað í bráðum 4 ár. Er með Crossfit Level 1 þjálfararéttindi og lokið Level 2 námskeiði. Starfar einnig sem verslunarstjóri hjá Krónuni


      Dagur Elí Guðnason

      ÞJÁLFARI

      Eiginmaður og tveggja barna faðir frá Akureyri. Hefur alltaf verið í og fylgst mikið með íþróttum. Aðallega fótbolta. Dagur stundar og keppir í crossfit og stefnir á að halda því áfram. Hann er með Crossfit level 1 þjálfararéttindi.


      HELENA RUT PÉTURSDÓTTIR

      ÞJÁLFARI

      Helena Rut er 25 ára, fædd í Þýskalandi en búið lengst af á Akureyri. Síðustu ár hefur hún verið mikið í Danmörku þar sem hún var í námi. Íþróttir hafa alltaf heillað hana og var lengst af í fimleikum þangað til að crossfitið tók við í kringum 2015/2016. Hún elskar félagsskapinn í kringum íþróttina og hefur kynnst mikið af frábæru fólki í gegnum árin sín í Crossfit.


      BIRKIR ÖRN KRISTJÁNSSON

      ÞJÁLFARI

      Birkir er 26 ára gamall, fæddur á Akureyri en búið á Sauðárkróki lengi, Hefur alltaf stundað íþróttir og þá sérstaklega hrifist af einstaklingsíþróttum, fyrsti tíminn hans í Crossfit var árið 2017, sportið og samfélagið sem því fylgir heilluðu hann, byrjaði að keppa svo í kringum 2018 og keppt á nokkrum stórmótum hér og þar í heiminum síðan. Hefur mikinn áhuga á hreyfingu, mannslíkamanum og hugarfari


      SÓLVEIG ÁRNADÓTTIR

      ÞJÁLFARI

      Sólveig er 31 árs Akureyringur, með BA gráðu í ferðamálafræði, diploma í viðburðastjórnun og hóptíma þjálfara réttindi. Samhliða því að þjálfa hjá Norður er Sólveig þjálfari hjà ITS macros. Sólveig hefur alla tíð haft áhuga á líkamsrækt og hreyfingu en hún er gömul fótboltastelpa og hefur hún einnig keppt 2x í fitness. Hreyfing, góð næring og bætt líðan er það sem drífur hana áfram.


      FANNEY LIND PÉTURSDÓTTIR

      ÞJÁLFARI

      Fanney Lind Pétursdóttir er 26 ára og er að klára 4 stig í einkaþjalfara réttindum frá Nordic Fitness Education (NFE) Hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum, hefur prófað að æfa fótbolta, fimleika, surf, box og crossfit. Einnig hefur kennt snjóbretti nokkra vetur. Hefur mikinn áhuga á að kynna sér rétta líkamsbeitingu hvernig hægt sé að komast í gegnum meiðsli með hreyfingu🙏🏻 Erum glöð að bæta þessari ljúfu stúlku við í þjálfara teymið okkar


      EVA KRISTÍN EVERTSDÓTTIR

      ÞJÁLFARI

      Eva Kristín Evertsdóttir Er 25 ára, Akureyringur, BA gráða í sálfræði, einkaþjálfararéttindi úr intensive PT, ketilbjölluréttindi, þjálfaði í gó training í sumar. Var lengi í fótbolta og hefur mjög gaman að því að hlaupa (hlaupagarpur) Hefur mikinn áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífstíl Er að vinna á hlíð og verður í mastersnámi í haust


      Hildur Helga Logadottir

      ÞJÁLFARI

      Eva Kristín Evertsdóttir Hildur er 20 ára, fædd og uppalinn á Akureyri. Hún hefur lokið stúdentsprófi á íþrótta&lýðheilsubraut úr VMA og einnig ÍAK einkaþjalfari. Hildur hefur mikin áhuga á hreyfingu&útivist.


      Harpa Lind Hjálmarsdóttir

      ÞJÁLFARI

      Harpa Lind Hjálmarsdóttir, 23ja ára móðir frá Akureyri. Stúdent af Íþróttabraut frá VMA, einkaþjálfari frá Einkaþjálfaraskóla World Class, ketilbjölluréttindi og rúm 3,5 ár í reynslu af hópþjálfun. Hún æfði listskauta á yngri árum og færði sig síðan yfir í lyftingar árið 2014 og keppti þá í modelfitness. Byrjaði síðan í crossfit í byrjun árs 2019 og hefur stundað það síðan samhliða úthaldinu eftir að Norður opnaði. Hefur lengi elskað að hjálpa öðrum og kveiknaði á þjálfara áhuganum á unglingastigi í grunnskóla. Hún elskar að kenna öðrum og miðla sinni þekkingu áfram og sjá fólk ná árangri.