NÁMSKEIÐ

FORELDRA FIT ( UPPSELT )


Námskeiðið er fyrir nýbakaðar mæður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkir allan líkamann en með extra fókus á grindarbotn og kviðvöðva. Æfingarnar eru byggðar á markvissu æfingarprógrammi sem skilar árangri. Engin meðganga eða fæðing er eins og því erfitt að alhæfa þegar kemur að þessum efnum. Þjálfarinn mun því aðstoða hvern og einn að bestu getu til að ná aðjafna sig og ná upp styrk á ný. Börnin eru að sjálfsögðu velkomin með í tímana. Miðast er við að mæður byrji ekki fyrr en eftir 3 mánuði eftir fæðingu. Kort í alla opna tíma fylgir námskeiði

Tímasetningar: mánudaga, miðvikudaga. 9:45-10:30

Júní, Júlí og Ágúst á 13.330 á mánuði í þrjá mánuði

Þjálfari: Björk Óðinsdóttir

Næstu námskeið hefjast í júní.

UNGLINGA WOD ( UPPSELT )


Wod tímar fyrir krakka 10-15 ára , tímarnir verða kenndir í Njarðarnesi mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga Námskeiðið byrjar 2. Júní og er út ágúst

Tvær tímasetningar: 10-12 ára 14:45 - 15:30 og 13-15 ára 15:30 - 16:15

Námskeið kostar: 39.990.- og hægt að nýta frístundarstyrk

Þjálfari: Birta


UPPBYGGING OG ENDURKOMA JÚLÍ ( 11 PLÁSS )


Uppbygging & endurkoma er námskeið fyrir þá sem eru að koma sér aftur af stað eftir meiðsli eða aðra verki í líkamanum. Hvert námskeið er byggt upp út frá þeim aðilum sem skráðir eru og auk þess fá allir á námskeiðinu sendar æfingar til að gera heima, en þær eru miðaðar út frá hverjum og einum. Tímarnir einblína á rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu við framkvæmd ýmissa æfinga.

Tímasetningar: mán og mið kl 17:30-18:30.

4 vikna námskeið: 19.990 kr

Þjálfari: Sesselja

Næsta námskeið hefst í júní.


STARTIÐ ( UPPSELT )


Startið er námskeið sem ætlað er einstaklingum á öllum aldri. Hentar vel þeim sem eru að byrja sín fyrstu skref í þjálfun og þeim sem eru að koma til baka eftir pása. Farið er vel yfir æfingarnar sem gerðar eru í tímum og hver og einn stjórnar sínu æfingaálagi. Kort í alla opna tíma fylgir með námskeiði

Tímasetningar: Hópur 1 þri og fim kl 17:30-18:30 og Hópur 2 mán og mið kl 17:30-18:30 4 pláss laus

Þjálfarar: Helga Sigrún og Thomas Pálsson

Júní Júlí og Ágúst 13.330 á mánuði í þrjá mánuði

Næsta námskeið hefst í júní

FIT 65 +/-


SÍ sumar mun ég fara af stað með nýja hóptíma hjá líkamsræktarstöðinni Norður. Þetta verða fjölbreyttar styrktar- og úthaldsæfingar ætlaðar fólki sem er komið yfir sextugt en allir eru velkomnir óháð aldri og færni. Æfingarnar verða aðlagaðar að mismunandi getu og áhersla lögð á góða líkamsbeitingu og faglega leiðsögn. Tímarnir verða byggðir upp í anda crossfit þjálfunar sem þýðir að unnið er á fjölbreyttan hátt í gegnum einfaldar og eðlilegar hreyfingar sem gagnast öllum í daglegu lífi. Ásamt æfingum með eigin líkamsþyngd munum við nota hjól og róðrarvélar og ýmis áhöld eins og lóð og ketilbjöllur. Markmiðið er að efla vellíðan og hreysti í skemmtilegum félagsskap! Æft verður kl. 13:30 á þriðjudögum og fimmtudögum í júní, júlí og ágúst (ath. tímasetning gæti mögulega breyst). Einnig veður boðið upp á aðgang að opnum styrktar tímum hjá Norður. Verð 10.990 á mánuði Hikið ekki heldur við að heyra í mér ef þið viljið fá nánari upplýsingar. Bestu kveðjur,

Júní Júlí og Ágúst 10.990 á mánuði í þrjá mánuði

Næsta námskeið hefst í júní