NORÐUR START
Startið er námskeið sem ætlað er einstaklingum á öllum aldri. Hentar vel þeim sem eru að byrja sín fyrstu skref í þjálfun og þeim sem eru að koma til baka eftir pása. Farið er vel yfir æfingarnar sem gerðar eru í tímum og mismunandi getustig útskýrð. Með því er hægt að finna sitt getustig og hver og einn stjórnar sínu æfingaálagi. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast öllum opnum tímum sem stöðin hefur uppá að bjóða.
Þjálfarar Helga Sigrún, Fjóla Sigurðardóttir og Björk Óðinsdóttir
Verð 24.990.- pr mánuð.
Námskeiðið hefst 06. Febrúar og er i 4 vikur.
Kort í opna tíma fylgir með.
NORÐUR FOREDRAR
Námskeiðið er fyrir nýbakaðar mæður og feður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt eftir fæðingu barns í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkja allan líkamann en með extra fókus á grindarbotn og kviðvöðva. Æfingarnar eru byggðar á markvissu æfingaprógrammi sem skilar árangri. Í einstaka tímum verður boðið upp á stutta og markvissa fræðslu í tengslum við nýburann og móður – og föðurhlutverkið. Fræðslan mun miðast við þarfir og eftirspurn iðkenda á hverjum tíma. Kristín Hólm, ljósmóðir mun sjá um þá fræðslu en hún hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði
Hægt að srkrá sig og byrja hvenær sem er.
Þjálfarar: Björk Óðinsdóttir, Kristín Hólm og Fanney Lind Pétursdóttirr
Verð frá 20.990.-
Hægt að srkrá sig og byrja hvenær sem er. Tímasetningar: : Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9:45-10:45 í Njarðarnesi.