NÁMSKEIÐ

NORÐUR FORELDRAR ( 48 pláss )


Námskeiðið er fyrir nýbakaðar mæður og feður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt eftir fæðingu barns í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkja allan líkamann en með extra fókus á grindarbotn og kviðvöðva. Æfingarnar eru byggðar á markvissu æfingaprógrammi sem skilar árangri. Í einstaka tímum verður boðið upp á stutta og markvissa fræðslu í tengslum við nýburann og móður – og föðurhlutverkið. Fræðslan mun miðast við þarfir og eftirspurn iðkenda á hverjum tíma. Kristín Hólm, ljósmóðir mun sjá um þá fræðslu en hún hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði.

Tímasetningar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga

9:45-10:30 (Hópur 1) og 10:45-11:30 (Hópur 2).

Þjálfarar: Björk Óðinsdóttir og Kristín Hólm

Næstu námskeið hefjast 6. sept.

NORÐUR MEÐGANGA ( 14 pláss )


Tímarnir eru sérhannaðir með æfingum og fræðslu fyrir þungaðar konur Tímarnir eru kenndir í Sal 2 í Tryggvabraut. Þjálfarar: Kristín Hólm og Björk Óðins

Tímasetningar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl 18:30

Næsta námskeið hefst: 7. sept 2021

NORÐUR START ( 36 pláss )


Startið er námskeið sem ætlað er einstaklingum á öllum aldri. Hentar vel þeim sem eru að byrja sín fyrstu skref í þjálfun og þeim sem eru að koma til baka eftir pása. Farið er vel yfir æfingarnar sem gerðar eru í tímum og hver og einn stjórnar sínu æfingaálagi. Kort í alla opna tíma fylgir með námskeiði

Tímasetningar: Hópur 1: mán og mið kl. 16:30 og hópur 2: þri og fim kl. 17:30-18:30.

Þjálfari: Thomas Pálsson

Næstu námskeið hefjast 6. og 7. sept

NORÐUR LÉTTARA LÍF ( 12 pláss )


Léttara líf er lokað 4. vikna námskeið fyrir einstaklinga sem glíma við lágt sjálfsmat og kvíða gagnvart því að fara inn á líkamsræktarstöð og hafa ekki fundið sig í að stunda hreyfingu. Hentar öllum aldurshópum.

Á námskeiðinu verður bæði hugað að andlegri og líkamlegri heilsu.

Í tímum verður hugað að andlegri heilsu með fræðslu, hvatningu og markmiðasetningu ásamt hreyfingu.

Með námskeiðinu viljum við sjá fólk öðlast meira sjálfstraust og trú á eigin færni, þekkingu á grunnhreyfingum og hjálp við að finna gleðina í því að hreyfa sig.

Þjálfari: Alda María Norðfjörð

Tímasetningar: Mánudaga og miðvikudaga kl. 18:30.

Næsta námskeið hefst 6. sept 2021.

Verð: 23.990

NORÐUR UNGLINGAR ( 24 pláss )


Wod tímar fyrir krakka 13-15 ára.

Tímarnir verða kenndir í Njarðarnesi mánudaga og miðvikudaga kl 15:30.

Námskeiðið byrjar 6. sept og endar 15. des.

Námskeiðið kostar: 39.990.- og hægt að nýta frístundarstyrk.

Þjálfari: Birta María


NORÐUR KRAKKAR ( 24 pláss )


Wod tímar fyrir krakka 10-12 ára.

Tímarnir verða kenndir í Njarðarnesi mánudaga og miðvikudaga kl. 14:45-15:30.

Námskeiðið byrjar 6. sept og endar 15. des.

Námskeið kostar: 39.990.- og hægt að nýta frístundarstyrk.

Þjálfari: Birta María


NORÐUR UPPBYGGING ( 11 pláss )


Uppbygging & endurkoma er námskeið fyrir þá sem eru að koma sér aftur af stað eftir meiðsli eða aðra verki í líkamanum. Hvert námskeið er byggt upp út frá þeim aðilum sem skráðir eru og auk þess fá allir á námskeiðinu sendar æfingar til að gera heima, en þær eru miðaðar út frá hverjum og einum. Tímarnir einblína á rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu við framkvæmd ýmissa æfinga.

Tímasetningar: Þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17:30-18:30.

4. vikna námskeið: 23.990 kr

Þjálfari: Sesselja


NORÐUR 60 ( 24 pláss )


Þetta verða fjölbreyttar styrktar- og úthaldsæfingar ætlaðar fólki sem er komið yfir sextugt en allir eru velkomnir óháð aldri og færni. Æfingarnar verða aðlagaðar að mismunandi getu og áhersla lögð á góða líkamsbeitingu og faglega leiðsögn. Tímarnir verða byggðir upp í anda crossfit þjálfunar sem þýðir að unnið er á fjölbreyttan hátt í gegnum einfaldar og eðlilegar hreyfingar sem gagnast öllum í daglegu lífi. Ásamt æfingum með eigin líkamsþyngd verða notuð hjól og róðrarvélar og ýmis áhöld eins og lóð og ketilbjöllur. Markmiðið er að efla vellíðan og hreysti í skemmtilegum félagsskap!

Æft verður kl. 14:30 á þriðjudögum og fimmtudögum í Njarðarnesi.

Verð 14.990 fyrir 4 vikur

Námskeiðið hefst 7. sept