NÁMSKEIÐ

   STARTID_WEB_OKT-02-08-08

   NORÐUR START


   Startið er námskeið sem ætlað er einstaklingum á öllum aldri. Hentar vel þeim sem eru að byrja sín fyrstu skref í þjálfun og þeim sem eru að koma til baka eftir pása. Farið er vel yfir æfingarnar sem gerðar eru í tímum og mismunandi getustig útskýrð. Með því er hægt að finna sitt getustig og hver og einn stjórnar sínu æfingaálagi. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast öllum opnum tímum sem stöðin hefur uppá að bjóða.

   Þjálfarar Helga Sigrún, Sigþór og Fanney Lind
   Verð 24.990.- pr mánuð.
   Námskeiðið hefst 05. sept og er i 4 vikur.

   Tímasetningar: : Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 í Sal 1 í Tryggvabraut

   Kort í opna tíma fylgir með.

   NORÐUR MÖMMU GRUNNUR


   Nýtt 4 vikna námskeið fyrir þær mæður sem vilja fara mjög rólega af stað eftir meðgöngu og fæðingu og fá góða kennslu á þeim grunnhreyfingum og -æfingum sem kunna að henta nýbökuðum mæðrum. Lögð verður áhersla á öndun og grindarbotnsæfingar og að mæður kynnist grindarbotninum vel, bæði í spennu og slökun. Jafnframt verður í boði að fá mælingar á kvið sem og ýmis konar fræðslu um atriði sem gott er að tileinka sér á þessum viðkvæmu og dýrmætu tímum. Þjálfarar eru sérhæfðir í hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu.

   Þjálfarar Kristín Hólm og Fanney Lind
   Verð 24.990.- pr mánuð.
   Námskeiðið hefst 04. okt og er i 4 vikur.

   Tímasetningar: : Þriðjudaga og fimmtudaga kl 09:45 í Njarðarnesi.

   Kort í opna tíma fylgir með.

   Vefur_haust_22_orfa_plass-07

   NORÐUR FOREDRAR   Námskeiðið er fyrir nýbakaðar mæður og feður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt eftir fæðingu barns í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkja allan líkamann en með extra fókus á grindarbotn og kviðvöðva. Æfingarnar eru byggðar á markvissu æfingaprógrammi sem skilar árangri. Í einstaka tímum verður boðið upp á stutta og markvissa fræðslu í tengslum við nýburann og móður – og föðurhlutverkið. Fræðslan mun miðast við þarfir og eftirspurn iðkenda á hverjum tíma. Kristín Hólm, ljósmóðir mun sjá um þá fræðslu en hún hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði
   Hægt að srkrá sig og byrja hvenær sem er.

   Þjálfarar: Björk Óðinsdóttir, Kristín Hólm og Fanney Lind Pétursdóttirr
   Verð frá 20.990.-
   Hægt að srkrá sig og byrja hvenær sem er.

   Tímasetningar: : Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9:45-10:45 í Njarðarnesi.

   Kort í opna tíma fylgir með.

   Nordur_Vefur_10_okt-10

   NORÐUR UPPBYGGING


   Námskeið fyrir þá sem eiga við einhvers konar verki og/eða meiðsli að stríða. Einblínt er á rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu við framkvæmd æfinga og markmiðið er að hver og einn öðlist góða þekkingu á eigin líkama. Námskeiðið er byggt upp út frá þáttakendum hverju sinni svo að hver og einn fá fræðslu og leiðbeiningar við hæfi. Námskeiðið hentar þeim sem eru að koma sér af stað aftur eftir meiðsli, þeim sem eiga við verki að stríða og vantar sjálfstraust við framkvæmd æfinga og þeim sem eru að eiga við meiðsli/verki samhliða sinni íþróttaiðkun. .


   Þjálfarari Sesselja Sigurðardóttir
   Verð 29.990.-
   Námskeiðið hefst 10. okt og líkur 2 nóv. Tímarnir eru í sal 2 í Tryggvabraut.

   Tímasetningar: : Mánudaga og miðvikudaga kl 17:30

   Kort í opna tíma fylgir með.

   Hægt er að greiða með greiðsluseðli um mánaðarmót