NÁMSKEIÐ

MÖMMUÞREK


Námskeiðið er fyrir nýbakaðar mæður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkir allan líkamann en með extra fókus á grindarbotn og kviðvöðva. Æfingarnar eru byggðar á markvissu æfingarprógrammi sem skilar árangri. Engin meðganga eða fæðing er eins og því erfitt að alhæfa þegar kemur að þessum efnum. Þjálfarinn mun því aðstoða hvern og einn að bestu getu til að ná aðjafna sig og ná upp styrk á ný. Börnin eru að sjálfsögðu velkomin með í tímana. Miðast er við að mæður byrji ekki fyrr en eftir 3 mánuði eftir fæðingu.

Tímasetningar: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Tvær tímasetningar: 9:45-10:30 og 10:45-11:30.

6 vikna námskeið: 23.990

Hægt er að bæta við aðgangi að öllum opnum tímum á meðan námskeiði stendur fyrir 2.990

Þjálfari: Björk Óðinsdóttir

Næstu námskeið hefjast 1. mars 2021.

ABSOLUTE TRAINING


Absolute Training námskeiðin byggja á þjálfun í andlegri og líkamlegri heilsu. Hver tími er 60 mínútur, af þeim fara 15 mínútur í það að þjálfa andlega hlutann og 45 mínútur í þann líkamlega. Andlegi hlutinn byggir í grunninn á markmiðasetningu. Fyrsta vika hvers námskeiðs fer markvisst í markmiðasetningu og er síðan farið í 3 mismunandi viðfangsefni hinar þrjár vikurnar. Í líkamlega hlutanum eru í boði fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar þar sem allir fara á sínum hraða í gegnum æfingarnar og gera sitt allra besta. Hvert námskeið stendur yfir í 4 vikur, 3x í viku.

Tímasetningar: Mánudaga, miðvikudaga kl 17:30 og föstudaga kl 16:30

Verð: skráning á www.absolutetraining.is

Aðgangur að öllum opnum tímum á meðan námskeiði stendur: 2990 kr aukalega.

Næsta námskeið hefst: 1. mars 2021

UPPBYGGING OG ENDURKOMA


Uppbygging & endurkoma er námskeið fyrir þá sem eru að koma sér aftur af stað eftir meiðsli eða aðra verki í líkamanum. Hvert námskeið er byggt upp út frá þeim aðilum sem skráðir eru og auk þess fá allir á námskeiðinu sendar æfingar til að gera heima, en þær eru miðaðar út frá hverjum og einum. Tímarnir einblína á rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu við framkvæmd ýmissa æfinga.

Tímasetningar: mán og mið kl 17:30-18:30.

6 vikna námskeið: 23.990 kr

Þjálfari: Sesselja

Næsta námskeið hefst 1. mars 2021.


Grunnur


Námskeið fyrir þá sem vilja afla sér þekkingu á þeim helstu æfingum og fyrirkomulagi sem WOD tímarnir okkar bjóða uppá. Það verður farið yfir helstu grunnæfingar og skalanir til að fá sem bestan undirbúning fyrir tímana sjálfa. Í opnu tímunum heldur svo kennslan áfram þar sem byggt er ofan á þann grunn sem kennt er á námskeiðinu.

Tímasetningar: Tímarnir verða á laugardag og sunnudag kl 11:30-14:00.

Næsta námskeið hefst 6. mars 2021.

Verð: 26.990, námskeið + mánuður á stöðinni.

STARTIÐ


Startið er námskeið sem ætlað er einstaklingum á öllum aldri. Hentar vel þeim sem eru að byrja sín fyrstu skref í þjálfun og þeim sem eru að koma til baka eftir pása. Farið er vel yfir æfingarnar sem gerðar eru í tímum og hver og einn stjórnar sínu æfingaálagi.

Tímasetningar: þri og fim kl 17:30-18:30 og lau 11-12.

Þjálfarar: Helga Sigrún og Thomas Pálsson

6 vikna námskeið: 23.990

Næsta námskeið hefst 20. apríl 2021.