NÁMSKEIÐ

   Nordur_haust_vefur_2023-04

   Norður Yngri


   Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir með því markmiði að kenna krökkunum að beyta sér rétt i hreyfingunum og öðlast meiri styrk og sjálfstraust. Markmið tímanna er að bæta alhliða form  barna og unglinga á breiðum grunni, með sérstakri áherslu á góða líkamsstöðu, kjarnastyrk, líkamsvitund, liðleika

   Þjálfari Björk Óðinsdóttir
   Verð 39.990.-
   Námskeiðið hefst 4./5. sep 2023 og er til 13./14 des 2023.

   Tímasetningar: : Hópur 1: Mánudaga og Miðvikudaga kl 15:30 og Hópur 2 Þriðjudaga og Fimmtudaga kl 15:30

   Nordur_haust_vefur_2023-02

   Norður Start


   Startið er námskeið sem ætlað er einstaklingum á öllum aldri. Hentar vel þeim sem eru að byrja sín fyrstu skref í þjálfun og þeim sem eru að koma til baka eftir pása. Farið er vel yfir æfingarnar sem gerðar eru í tímum og mismunandi getustig útskýrð. Lágmarksþáttaka er 10 og fellur námskeið niður og gjald endurgreitt ef þáttaka næst ekki
   Verð 24.900.- .
   Námskeiðið hefst 04. sep 2023

   Tímasetningar: : Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30-17:30 í sal 2 í Tryggvabraut

   Kort í alla opna tíma fylgir með á meðan námskeiði stendur
   Nordur_haust_vefur_2023-03

   Norður Wod Start


   Á námskeiðinu er farið í allar helstu tækni- og grunnæfingar í lyftingum, fimleikum og þrekæfingum til að fá sem bestann undirbúning fyrir Crossfit tímana hjá okkur. Námskeiðið fer fram tvisvar í viku í 4 vikur. Einnig meðan námskeiði stendur er hægt að fara í alla opna tíma í stöðinni. Eftir námskeiðið tekur við mánaðarkort í stöðina en þá hefur korthafi aðgang að öllum opnum tímum.
   Verð 39.900.- .
   Námskeiðið hefst 04. sep 2023

   Tímasetningar: : Mánudaga og miðvikudaga kl. 18:30-19:30

   Foreldrar_vefur

   Norður Foreldrar   Námskeiðið er fyrir nýbakaðar mæður og feður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt eftir fæðingu barns í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkja allan líkamann en með extra fókus á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur haft mest áhrif á. Markmiðið með námskeiðinu er að aðstoða ykkur við að tengjast líkama ykkar aftur og byggja upp sterkara sjálfstraust. Einnig að þegar kemur að því að fara aftur á vinnumarkað að þá sé maður undirbúin andlega og líkamlega að mæta í opna tíma hjá okkur og setja sér þau markmið sem manni langar að ná. Auðvitað eru krílin velkomin með :) Bjóðum uppá leikföng og leikteppi og annað í þeim dúr, einnig er skiptiaðstaða á staðnum. “Vill að þetta sé stund sem þú færð félagsskap frá örðum í sömu stöðu og finnur aukna orku eftir tíman. Vitum öll að hreyfing og það að hitta aðra gerir okkur svo gott og veldur því að við kjósum heldur hollari valkosti í mat og svefnvenjum” Kv Björk Þjálfarar: Björk Óðinsdóttir, Sólvieg Árnadóttir & Ingibjörg Malmqist Verð frá 20.990 (Kort í alla opna tíma fylgir með)