WOD
Wod er alhliða styrktar-og úthaldsþjálfun sem byggist upp á stöðugt breytilegum æfingum. Æfingakerfið miðar af því að undirbúa iðkendur að takast á við líkamlegar áskoranir að hvaða tagi sem er án þess að sérhæfa sig í neinni grein. Ekki er krafa um að hafa lokið grunnámskeiði til að mæta í tímana.
ÚTHALD
Á laugardögum er löng paraúthaldsæfing. Skemmtilegt fyrir alla að mæta og taka æfingu með félögunum.
STYRKUR
Í þessum tímum er áhersla lögð á fjölbreytta styrktarþjálfun. Tímarnir eru byggðir upp á vel skipulögðu æfingaprógrammi sem skilar árangri. Tímarnir henta öllum, bæði þeim sem vilja bæta styrk og einnig þeim sem vilja byrja rólega og læra að beita sér rétt. Markmið þessa tíma er að læra betri líkamsbeitingu og stuðla að langlífi Rólegir og þægilegir tímar fyrir alla aldurshópa.
BRENNSLA
Brennslutímarnir eru kenndir í heitum sal. Fjölbreyttir tímar þar sem oftast er unnið á tíma svo hver og einn getur ákveðið sitt álag og sinn hraða í tímanum. Æfingarnar eru bæði framkvæmdar með búnaði eins og handlóðum og ketilbjöllum en einnig æfingar einungis með líkamsþyngd.
Mikilvægt að taka með sér vatnsbrúsa og handklæði.
BUTTLIFT
Tímar í heitum sal. Í buttlift tímunum er lögð áhersla á að styrkja neðri hluta líkamans. Fjölbreyttar æfingar, bæði standandi og í gólfinu en engin hopp og læti.
PILATES
Pilates eru fjölbreyttir tímar þar sem gerðar eru æfingar sem geta styrkt líkamann ásamt því að auka liðleika og líkamsvitund. Unnið er með allan líkamann en mikil áhersla er á djúpvöðva líkamans. Hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum.
KVIÐUR OG TEYGJUR
Kviður og teygjur
45 mín tími sem samanstendur af kviðæfingum og styrk fyrir miðjuna okkar. Vinnum á okkar hraða, eftir getustigi og virkjum kviðinn í takt við það.
Unnið með líkamsþyngd og lóð ef maður treystir sér til.
10-15 mín af tímanum er svo notaður í alhliða teygju æfingar og slökun fyrir allan líkamann
BARNASPRIKL
Tími þar sem starfmaður er með börnunum og eflir í leik með ýmsum barnvænum búnaði, t.d boltum og slíku. Oft er búin til þrautabraut og haft skemmtilega tónlist til að efla börnin til leiks. Einnig eru ungbarnastólar á staðnum og leikföng við hæfi þeirra. Ekkert aldurstakamark er í tímana heldur þurfa foreldrarnir að meta hvernær þau eru tilbúin. Auðvitað eru foreldrarnir ekki langt undan.
MEISTARAR
Þetta verða fjölbreyttar styrktar- og úthaldsæfingar ætlaðar fólki sem er komið yfir sextugt en allir eru velkomnir óháð aldri og færni. Æfingarnar verða aðlagaðar að mismunandi getu og áhersla lögð á góða líkamsbeitingu og faglega leiðsögn. Tímarnir verða byggðir upp í anda crossfit þjálfunar sem þýðir að unnið er á fjölbreyttan hátt í gegnum einfaldar og eðlilegar hreyfingar sem gagnast öllum í daglegu lífi. Ásamt æfingum með eigin líkamsþyngd verða notuð hjól og róðrarvélar og ýmis áhöld eins og lóð og ketilbjöllur. Markmiðið er að efla vellíðan og hreysti í skemmtilegum félagsskap!
FORELDRAR
Tímarnir er fyrir nýbakaðar mæður og feður sem vilja koma sér af stað á öruggan hátt eftir fæðingu barns í skemmtilegum félagsskap. Tímarnir eru byggðir á fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem styrkja allan líkamann en með extra fókus á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur haft mest áhrif á. Markmiðið með tímunum er að aðstoða ykkur við að tengjast líkama ykkar aftur og byggja upp sterkara sjálfstraust. Einnig að þegar kemur að því að fara aftur á vinnumarkað að þá sé maður undirbúin andlega og líkamlega að mæta í opna tíma hjá okkur og setja sér þau markmið sem manni langar að ná. Auðvitað eru krílin velkomin með. Bjóðum uppá leikföng og leikteppi og annað í þeim dúr, einnig er skiptiaðstaða á staðnum. Þetta á að vera stund sem þú færð félagsskap frá öðrum í sömu stöðu og finnur aukna orku eftir tímann. Vitum öll að hreyfing og það að hitta aðra gerir okkur svo gott og veldur því að við kjósum heldur hollari valkosti í mat og svefnvenjum.
TÆKNITÍMI
Þarna er farið yfir hina ýmsu tækni fyrir Crossfit eins og lyftingar ofl
FJÖLSKYLDUTÍMI
Tími þar sem öll fjölskyldan er velkomin og allir sem geta verið með
Þessi tími er á sunnudögum kl 09:30 í Njarðarnesi
ÚTHALD/STYRKUR
Hér er um að ræða tíma sem eru byggðir upp þannig að allir byrja á liðkun/upphitun og er síðan farið í styrktarhluta sem allir taka saman. Eftir það velur hver og einn hvort þeir vilji taka annan styrktarhluta eða úthaldsæfingu sem gerir fólki kleift að ákveða sitt álag og hraða hverju sinni.