HVERNIG BYRJA ÉG Í NORÐUR

      Hvernig kaupi ég kort ?


      Þú kaupir kort með því að klikka á kaupa kort hér að ofan. Þar velur þú þér áskriftarleið og skráir þig í Sportabler, sem er appið sem við notum til að skrá sig í tíma og halda utan um áskriftina okkar.

      Ráðgjöf


      Við bjóðum upp á ráðgjöf frá þjálfara til þess að hjálpa þér að komast af stað. Þú sendir okkur línu á nordurak@nordurak.is og við finnum tíma sem hentar að hittast og finna bestu leiðina fyrir þig að byrja.

      Hvernig byrja ég í Crossfit


      Við bjóðum uppa Grunnámskeið í Crossfit einu sinni í mánuði sem er mjög góð leið til að læra fyrstu skerfin áður en byrjað er að mæta í þá tíma. Skráning á grunnámskeið er hér fyrir neðan.

      Get ég æft sjálfur


      Hægt er að kaupa svokallað Open Gym kort og æfa sjálfur í sölunum þegar ekki er tími. Einnig er hægt að kaupa aðgangskort og hafa aðgang að sölunum allan sólahringinn.

      Einkaþjálfun


      Nokkrir af okkar þjálfurum bjóða uppá einkaþjálfun. Best er að senda okkur línu á nordurak@nordurak.is og við beinum þér á réttan þjálfara.

      Má ég koma og prófa ?


      Hægt er að klikka á kaupa kort hnappinn hér að ofan, þar nesðst er hægt að kaupa tvo prufutíma sem kosta ekkert og skella sér í tíma.

      Foreldrar


      Við bjóðum upp á foreldratíma sem eru lokaðir hópar fyrir nýbakaða foreldra, þar sem hægt er að taka barnið með. Tímarnir eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 09:45. Öllum er velkomið að koma og prufa.

      HVERNIG BYRJA ÉG Í NORÐUR
      Foreldrar_vefur